Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Klukkuð

Jæja ég var víst klukkuð af honum Búbba og þarf að afhjúpa 8 atriði um mig.

Best að drífa sig bara að þessu

1. Ég er fædd í höfuðborg þessara lands og hef búið innan hennar frá þeim degi. Hef einu sinni búið utan 101 en ekki get ég sagt að ég muni eftir því og tel ég mig því vera Vesturbæing í húð og hár. Samt held ég ekki með KR!!!!

2. Þegar ég var yngri átti ég mér þann draum að eignast mann sem væri hávaxinn, ljóshærður og svona Guffa týpa ( það er svona klaufskur en samt svo fyndinn og einfaldur) Og viti minn ég er allavega að fara labba upp altarið með þessari týpu á næsta ári í maí:)

3. Ég ætlaði aldrei að gifta mig þegar ég var yngri. En einhvern veginn þá hefur hann Gulli minn náð að snúa mér við. Og er ég því frekar lost í þessum pælingum. Á erfitt með að velja úr öllu kjólahafinu t.d því að ég hef aldrei verið þessi tengund af stelpu sem elska kjóla. En hef ég samt fundið einn og vona ég að hann eigi eftir að passa mér hehehehehe.

4. Ég er með samræmt próf úr Norsku vegna þess að móðir mín ku vera norsk en ég er hins vegar ekki ennþá búin með stúdentsprófið í því fagi heldur í dönsku og var lokaeinkunnin í því fagi 8.

5. Ég hef aldrei verið neitt ofsalega hrifin af dýrum hvað þá hestum og svínum en svo eignaðist ég son fyrir 2 árum síðan og hann hreinlega elskar hesta og svín og hef ég því þurt að mana mig ansi oft upp í að geðjast meira af þessum dýrum. Því ekki fer ég að sýna syni mínum að ég sé SKÍTHRÆDD við þessi dýr. Hehehehehe.

6. Ég hef skipt oftar um sófa á þessu ári en margir gera á allri sinni ævi!!!!

7. Ég hef haldið uppá Sálina og Stebba Hilmars síðan að ég var eitthvað um 9-10 ára og fæ ég aldrei nóg af þeim.

8. Þegar ég syndi þá syndi ég oftast bringusund.


Ekki myndi ég

vilja flytja þanngað þar sem að rafmagnið þarna er ólöglegt.

Það er að segja samkvæmt reglum Evrópusambansins þá er það ólöglegt en Íslendingar telja sig geta gengið framhjá þeirra reglum.

Þetta getið þið lesið inná vef rafiðnaðarsambandsins.

Væri allt annað ef það yrði skipt um allt rafmagn þarna og skipt út heimilistækjum eins og þvottavél,ískápum og fleira en það verður ekki gert.

Annars finnst mér þetta vera brilljant lausn að nýta place-ið undir stúdentagarða.


mbl.is Undirritun fyrstu leigusamningana á Varnarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig getur þetta staðist???

Hvernig má það vera að það teljist vera heilbrigði að greinast með húðkrabbamein??

Ég er nú bara ekki alveg að skilja þennan fréttafluttning. Hingað til hefur alltaf verið sagt að það sé hættulegt að stunda sólböð eða fara í ljós því það eykur líkurnar á húðkrabbameini en samkvæmt þessari frétt þá ætti það að teljast til heilbrigði að stunda þennan lifnaðarhátt og fleira þessu líkt.

Jahá sé fyrir mér að allar sólbaðstofur verði sneisafullar af unglingstelpum sem vilja verða kaffibrúnar og nú er því ekki hægt að banna þeim það því þetta er víst vísindalega sannað!!!!!!

Allt er nú til!!!!


mbl.is Húðkrabbamein til bóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað

Auðvitað er búsið miklu dýrara á Íslandi en annarstaðar.

Þarna er skýringin komin á því afhverju ég tel mig ekki eiga efni á því að drekka og þar af leiðandi nýt ég þess ekki að drekka það, það er svo dýrt að ég Á EKKI fyrir því.

Og ég sem hélt að þetta væri bara ímyndunarveiki í mér...

Aaaahhh mér er allavega létt að ég sé ekki haldin ímyndunarveiki en verðið er samt sem áður geðveiki.


mbl.is Áfengisverð 126% hærra en í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðilegt alveg.

Guð minn góður hvað mér brá að heyra og sjá þessa frétt. En sem betur fer þá sakaði engan og sem betur fer var ekki sjúklingur um borð.

Vona að ekkert alvarlegt hafi valdið því að þetta gerðist.


mbl.is Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti í sjónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er öll vitleysan eins!!!!

Jeminn eini þessi kona er ekki alveg heil.

Ekki það að ég sé að réttlæta framhjáhald Beckhams, síður en svo.

En að manneskjan skuli láta þetta útúr sér. Jújú kannski hefur þetta framhjáhald styrkt hjónin en það er samt sem áður ekki henni Loos að þakka að svo sé heldur hjónunum sjálfum því það eru þau sem þurfa að vinna úr sínum málum

Svo er alltaf hægt að skella skuldinni á aðra, eins og hún gerir með því að segja að hann hafi vitað hvað hann var að gera þegar hann tældi hana, vissulega hefur hann gert það en það þarf samt sem áður Tvo til að dansa tangó síðast þegar ég vissi!!!!!

Þannig að þau hjón standa ekki í þakkarskuld við þessa konu allavega get ég ekki sagt það.

Svo er enginn sem segir að þetta hjónaband eigi eftir að endast lengi því oft er það líka þannig að þeir sem hafa einu sinni haldið framhjá gera það aftur.

Ég veit að ég myndi aldrei geta fyrirgefið svona en það er bara ég.


mbl.is Loos segir Beckhamhjónin standa í þakkarskuld við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mættar fyrstar

Bauð Helgu í dinner á Skúló og fundum brjálæðislega “grilllykt” út á svölum! Ekki var um stórsteik að ræða að þessu sinni heldur eitt stykki hús on fire!!
Nánar tiltekið að Laugarvegi 70. Að sjálfsögðu vorum við Helgurnar mættar á staðinn á undan fréttamönnunum og auðvitað var cameran á lofti eins og sjá má á eftirfarandi myndum.

770980047_8426c9bd76

slökkviliðsmenn að störfum

770980019_0fc826c80c

Fréttamenn koma sér fyrir.


mbl.is Eldur á Laugavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Get ekki orða bundist.

Ég bara á ekki til orð yfir þetta mál.

ég hélt að svo lengi sem ég segi ekki Já við viðkomandi um að sunda kynmök við hann að þá er það nauðgun. Ég veit að NEi þýðir nei og Já þýðir Já en það er nú bara þannig að þegar fólk lendir í þessum aðstæðum þá er ekki alltaf hægt að segja Nei, því það er svo mismunandi hvernig áfallið kemur.

Og það sem ég skil heldur ekki er að hún sagðist vera við það að drepast en samt hefur hann mök við hana, það hefði átt að stoppa hann ef hann væri heill.

Þannig að ef við lendum í þessum aðstæðum að það sé verið að nauðga okkur þá eigum við ekki að "frjósa" og ekki að segja ekki neitt í hræðslu við að viðkomandi ógni manni meira og vonast til að þetta gangi sem fljótast yfir, heldur verður maður að öskra af öllum lífs og sálarkröftum og segja NEI!!!!

Í þessu máli hafa vitni frá neyðarmóttökunni vitnað um hvaða áverka stúlkan hlaut og kom það fram hjá þeim að þetta væri nauðgun, hvernig getur þá dómari ekki samþykkt það??? ef dómarar fara að líta framhjá því hvernig eiga þá þolendur að geta kært ef þeir geta ekki sannað þetta með því að læknar/hjúkrunarfólk  hefur staðfest það.

einnig voru vitni sem sáu hana hlaupa grátandi út og sýndi hún öll mekri andlega sem líkamlega um að nauðgun hefði átt sér stað , hversu mikla sönnun þurfa þessir dómarar að fá?

Já ég er reið.

Þau voru sammála um atburðarrásina en hann sagði ekki ( en mótmælti því heldur ekki) að hann hefði hrint henni í básinn aftur og rifið niður um hana, lagt hana á gólfið og byrjað. Hún væntanlega í sjokki og hreyfir ekki mótmælum við. Væntanlega hefur umræddur sársauki "vakið" hana úr sjokkinu og hún náð að mótmæla í miðjum klíðum.

Það þarf að endurskoða þetta dómskerfi okkar, hún er með áverka, hefur öll merki andleg og líkamleg,hún hefur vitni frá staðnum og frá neyðarmóttökunni, hann mótmælir ekki en segir ekki frá þessu sjálfur ( auðvitað ekki því hann hefur eitthvað að fela) hvað þarf meira?

Ég bara spyr


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æj æj

Hvað gerir Bill nokkur Gates þá????

Við ættum kannski að stofna til söfnunar fyrir hann því hann á svo erfitt núna.

Enda ekki vanur að vera fátækari en nokkur annar....

En í versta falli getum við allavega beðið fyrir honum og kveikt á kerti fyrir honum....

Nei nei segi svona....Bara grín


mbl.is Bill Gates er ekki lengur ríkasti maður heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jahá

Ég get ekki annað sagt en að mér finnist þessi dagur vera tískubóla. Ég myndi ekki vilja gifta mig þennan dag bara vegna þess að þetta er flott tala það er 07.07.07 enda er planið hjá mér að gifta mig á næsta ári og það dagur sem er mér og mínum tilvonandi mjög kær. Gef ekki upp daginn hér.

En hey ef þið hafið áhuga á að gifta ykkur þennan dag þá getið þið ábyggilega fengið það fyrir ekki svo mikinn pening þar sem margir virðast vera að bakka með þetta.

Hver ætli skýringin sé á því??? Hef ekki grænan en þetta gæti verið ástæðan

http://barnaland.mbl.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=6855249&advtype=52&page=2

kannski ekki hjá öllum samt en þó nokkrum virðist vera.

ég er eiginlega fegin að ég er ekki að fara í brúðkaup þennan dag.

Svona er ég nú skrítin.

En til hamingju þið sem eruð að fara gifta ykkur þennan dag og aðra daga


mbl.is Hætt við hjónavígslur 07.07.07
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgan

Helga Sveinsdóttir
Helga Sveinsdóttir

Ég er bara ég. Ég er orginal.

Nýjustu myndir

  • ...acttpt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 480

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband