Hesteyrarkirkja

Þið verðið aðeins að afsaka mig en mér er heitt í hamsi núna.
Ég var að horfa á Kompás frá því í gær og sá ég að það var verið að fjalla um staðinn þar sem Afi minn er fæddur og uppalinn á. En það var á Hesteyri í Jökulfjörðum ( í Ísafjarðardjúpi). Þar stóð eitt sinn ein fallegasta kirkja sem fyrir finnst á Íslandi. En byggð lagðist af fyrir um 60árum síðan. Einhverjum 10 árum seinna eða fyrir um 50 árum síðan ákváð Þjóðkrikja Íslands að "stela" kirkjunni það er að segja þeir ákváðu að gefa leyfi fyrir því að rífa hana niður og flytja hana með bát yfir til Súðavíkur.
Ekki höfðu þeir neitt samráð við nokkrun mann sem hafði búið á Hesteyri. En þessi kirkja var að mestu gjöf til Hesteyringa frá Norðmönnum en þeir ráku hvalveiðistöð í botni fjarðarins sem er að einhverju leiti ennþá þarna það er að segja leifar af henni.
Að mínu skapi er nákvæmlega EKKERT sem réttlætir þessi vinnubrögð Þjóðkirkjunnar. En þeir eru að brjóta allavega eitt boðorð eða það 9.unda. "þú skalt ekki grinast hús náungans" og einnig annað boðorð " þú skalt ekki stela".
Og hvað gerir þjóðkirkjan eftir að Hesteyringar höfðu lagt fram undirskirftarlista og skammast í þeim - Nákvæmlega ekkert.
Það er eins og þeim finnist þetta bara allt í lagi.
OG eitt annað sem ég skil ekki, hvernig gátu og geta Súðvíkingar gengið sáttir til messu í krikju sem þeir vita að er og hefur ALDREI verið þeirra og er STOLIN!!!!
Þetta er eitthvað sem ég gæti ekki gert. Ég tel mig ekki vera mjög trúaða en hef samt einhverja trú en svona vinnubrögð verða til þess að ég hef ekki mikla trú lengur. Ég get bara ekki séð að ef Guð er til að hann sé sáttur við þessi vinnubrögð þar sem þetta brýtur orð hans.

En núna 50árum seinna hefur einn Hesteyringurinn hann Birgir Albertsson frændi minn fengið einhverja einkaaðila til að safna peningum ( nokkrum milljónum) til að láta byggja kapellu á gamla grafreitnum þar sem kirkjan stóð en hafði samband við Þjóðkrikjuna og var að vonast til að hún gæti lokið þessu hitamáli á farsælan hátt og gefið peninga til þessarar kapellu svo Hesteyringar og afkomendur þeirra gætu verið sáttari við vinnubrögð þeirra. En ekkert hefur hreyst frá þeim um hvað þeir hyggjast gera. Og hvet ég Biskup vorann eindregið til að veita okkur styrk til að byggja þessa kapellu í miskabætur fyrir þeim harmleik sem þeir hafa valdið okkur og þá sérstaklega Hesteyringum svona meðan þeir hafa heilsu til að fara til Hesteyrar og allavega meðan að þeir eru á lífi.

Læt fylgja með mynskeiðið af kompási svo þið getið séð fréttina.
En ég hef farið nokkrum sinnum til Hesteyrar og það síðast í sumar og hyggst ég reyna að fara eins oft og mér gefst kostur á að fara þanngað með fjölskyldu minni því það er varla til fegurri staður en Hesteyrin.

http://visir.is/article/20071114/FRETTIR04/71114009

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Helgan

Helga Sveinsdóttir
Helga Sveinsdóttir

Ég er bara ég. Ég er orginal.

Nýjustu myndir

  • ...acttpt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband