Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Ó Jesús

Það er eins gott að ég láti alla sem ég þekki vita ef mér dettur í hug að leggja mig!!!

Hver veit hvar ég vakna!!!! Get ekki ímyndað mér hvernig það er að vakna upp í líkhúsi, veit bara það að einu sinni þegar ég var að vinna á spítla hér í bæ, var gerður grikkur í mér fyrsta daginn, við áttum sem sagt að þrífa stundum einn gang ef ræstitæknarnir voru ekki við eða lasnir en ég hafði ekki hugmynd um hvaða gangur það væri og bað strákana sem unnu með mér að hjálpa mér að finna ganginn...ekki málið sögðu þeir glottandi ( samt ekkert meira en vanalega) skelltu mér í lyftuna snéru lyklinum í skránni til að fara í kjallarann við fórum niður og mér sagt að labba að hurðinni og inn um hana og þrífa þar...og ekki koma fyrr en ég væri búin!!!! Sem og ég gerði... en þegar ég kom inn um hurðina sá ég að þetta var LÍKHÚSIÐ!!!! og nokkrir látnir einstaklingar liggjandi undir hvítum lökum...vá hvað mér leið illa... en ég sem sagt þorði ekki að fara fyrr en kallinn sem vann þarna sagði mér að fara og hlóg!!! Vissi sem sagt af þessu grikk.. Djö.... var ég reið við strákana þegar ég kom upp en vá hvað þeir nutu sín í botn að geta gert grikk í mér nýliðanum en þetta var líka í fyrsta og eina skiptið sem það tókst hjá þeim greyjunum en það var mikið reynt.

 


mbl.is Vaknaði upp í eigin jarðarför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja svo....

ég hef löngum haldið uppá hana Aniston og fylgst aðeins með ástarlífi hennar í gegnum slúðurbölðin enda ELSKA ég friends og þá aðallega hana og reynt að horfa á flestar myndir sem hún hefur leikið í...veit ekki alveg hvað það er sem ég fýla við hana...en svo fattaði ég það um daginn það er eitthvað sem mér finnst vera líkt með okkur tveimur, hvort sem það er satt eða ekki.

En ég "stóð" með henni þegar Brad nokkur Pitt hennar x - eiginmaður, skildi við hana til að taka saman við hana Jolie sem ég hreinlega skil ekki. En mér finnst hún aniston hafa bara verið heppin að losna frá honum enda er hann ekki minn tebolli þessa dagana finnst hann hafa dalað mjög mikið.

Þessi nýji kappi sem Aniston virðist vera að hitta eitthvað er nú ekki af verri endanum hvað útlit varðar... eins og sjá má hér

novio_aniston_070606

Bara nokkuð hott sko. Ekki það að ég myndi vilja samt skipta honum út fyrir minn kall hehehehe.

einnig finnst mér þau bara nokkuð sæt saman eins og sjá má hér

jen_paul

Jæja farin að jobba smá enda búin að koma með tvær nýjar færslur fyrir ykkur elskurnar

svona til að bæta upp hvað það leið langt á milli bloggfærslna hjá mér....

Adios amigos

 


mbl.is Vangaveltur um nýjan kærasta Aniston
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo sammála þessu

vá hvað ég gæti ekki verið meira sammála þessu. Það þarf að byggja stærri höll fyrir strákana okkar og stelpurnar líka, þetta þarf ekki að vera bara handboltahöll heldur bara íþróttahöll sem rúmar fleiri en 2700 manns.

En hvernig var þetta hér um árið þegar HM var ('95) voru þá ekki eitthvað um 5000-7000 manns í höllinni??? Afhverju var ekki hægt að rúma svona marga núna???

Skil heldur ekki afhverju höllinni var breytt sérstaklega þar sem það er verið að byrja að byggja hið fræga tónlistarhús.

Og svo er auðvitað Egilshöll og hægt að nota hana undir tónlistarviðburði þannig að það þarf ekki að taka Höllina undir þetta líka.... skil þetta ekki alveg og finnst þetta bara vanvirðing gagnvart strákunum.

Einnig finnst mér að það ætti að einblína meira á að styðja við Handboltann ekki leggja alltaf allt undir í fótboltan, nema þá kannski kvennaboltann því ekki eru strákarnir okkar þar að gera neitt að viti.

Stöndum saman og reynum að gera gott við handboltann enda eru þessir strákar að gera frábæra hluti og ekkert hægt að kvarta undan þeim - þó svo að þeir hefðu átt skilið að vinna með meiri mun að þá unnu þeir og það var það sem þurfti.

Ég er allavega stuðningsmaður/kona þeirra og geri það sem ég get.

Hananú sagði hænan og fór í fríWhistling


mbl.is Vill nýja þjóðarhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja svo

Spurning hvort maður ætti að láta einhleypu vinkonur sínar vita af þessum möguleikaCool

Æji nei held ég geri það ekki, þá á ég á hættu að missa þær frá mér og úr landi og það vil ég ekki.


mbl.is Skortur á ungum konum í Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var mikið

Það var mikið að litla dekurrófan fór að afplána sinn dóm. En það er alveg greinilegt að það er ekki sama hvort átt er við Séra Jón eða Jón, þar sem hún þarf ekki að sitja af sér nema 23 daga!!!! Skil heldur ekki allt þetta fjaðrafok um að hún þurfi að afplána sinn dóm. Finnst það bara rétt, þar sem hún braut af sér ítrekað.

Svo segist hún ætla að tal biblíuna með sér til lesturs, það er gott og blessað, en ég efast um að sú ritning geti mikið hjálpað henni. en hvur veit???

 

Einnig finnst mér eiginlega hálf sorglegt að manneskja geti verið fræg fyrir það eitt að vera fræg!!!

Góðar stundir.

 


mbl.is Paris Hilton hefur hafið afplánun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgan

Helga Sveinsdóttir
Helga Sveinsdóttir

Ég er bara ég. Ég er orginal.

Nýjustu myndir

  • ...acttpt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband