6.7.2007 | 15:57
Get ekki orða bundist.
Ég bara á ekki til orð yfir þetta mál.
ég hélt að svo lengi sem ég segi ekki Já við viðkomandi um að sunda kynmök við hann að þá er það nauðgun. Ég veit að NEi þýðir nei og Já þýðir Já en það er nú bara þannig að þegar fólk lendir í þessum aðstæðum þá er ekki alltaf hægt að segja Nei, því það er svo mismunandi hvernig áfallið kemur.
Og það sem ég skil heldur ekki er að hún sagðist vera við það að drepast en samt hefur hann mök við hana, það hefði átt að stoppa hann ef hann væri heill.
Þannig að ef við lendum í þessum aðstæðum að það sé verið að nauðga okkur þá eigum við ekki að "frjósa" og ekki að segja ekki neitt í hræðslu við að viðkomandi ógni manni meira og vonast til að þetta gangi sem fljótast yfir, heldur verður maður að öskra af öllum lífs og sálarkröftum og segja NEI!!!!
Í þessu máli hafa vitni frá neyðarmóttökunni vitnað um hvaða áverka stúlkan hlaut og kom það fram hjá þeim að þetta væri nauðgun, hvernig getur þá dómari ekki samþykkt það??? ef dómarar fara að líta framhjá því hvernig eiga þá þolendur að geta kært ef þeir geta ekki sannað þetta með því að læknar/hjúkrunarfólk hefur staðfest það.
einnig voru vitni sem sáu hana hlaupa grátandi út og sýndi hún öll mekri andlega sem líkamlega um að nauðgun hefði átt sér stað , hversu mikla sönnun þurfa þessir dómarar að fá?
Já ég er reið.
Þau voru sammála um atburðarrásina en hann sagði ekki ( en mótmælti því heldur ekki) að hann hefði hrint henni í básinn aftur og rifið niður um hana, lagt hana á gólfið og byrjað. Hún væntanlega í sjokki og hreyfir ekki mótmælum við. Væntanlega hefur umræddur sársauki "vakið" hana úr sjokkinu og hún náð að mótmæla í miðjum klíðum.
Það þarf að endurskoða þetta dómskerfi okkar, hún er með áverka, hefur öll merki andleg og líkamleg,hún hefur vitni frá staðnum og frá neyðarmóttökunni, hann mótmælir ekki en segir ekki frá þessu sjálfur ( auðvitað ekki því hann hefur eitthvað að fela) hvað þarf meira?
Ég bara spyr
Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.