9.1.2008 | 14:44
Þetta lýst mér vel á
ekki verra að fyrsta blogg mitt á þessu ári sé um svona góða frétt
já mér finnst þetta vera góðar fréttir og óska ég honum Stefáni fyrrverandi kennara mínum í HÍ innilega til hamingju með þetta og óska honum velfarnaðar í þessu starfi. en hann er svo sannaralega hæfur í þetta starf. Lýst vel á jóhönnu með þennan leik.
Meira svona.
Stefán Ólafsson prófessor formaður TR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.11.2007 | 14:53
Þetta var dýrt!!!!
Svona er það þegar fólk getur ekki sent til baka hvort viðkomandi hafi fengið eitthvað tiltekið eða ekki.
En þetta var ansi dýrkeypt hjá þeim!!!!! Og hver ætli borgi þetta svo á endanum????
100 starfsmenn Glitnis í mat fyrir 500 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.11.2007 | 14:53
úps...ekki gaman
ég vona að þetta muni ekki gerast hjá okkur Gulla mínum í maí.
en hver veit hvað gerist!!!!!
Fyrrum kærasta fékk brúðkaupsmyndirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2007 | 11:11
Á ekki til orð???
Er virkilega ekkert þarfara um að ræða á alþingi í dag???
Með fullri virðingur fyrir jafnrétti kynjanna þá finnst mér þetta bara aðeins of langt gengið. Afhverju mega ekki vera bleikir og bláir litir til að aðgreina þessi litlu sætu nýfæddu börn??? Það er ekki eins og það sé verið að mismuna þeim á neinn hátt og hvað þá að þetta eigi eftir að skemma þau!!!!!
Ég hefði ekki viljað hafa minn strák sem nú er að verða 2 og hálfs í hvítum galla fyrsta daginn hann var ekkert smá sætur í bláa gallanum og eins finnst mér litlu stelpurnar svo sætar í þessum bleika galla.
Ef það er ekkert þarfara um að ræða á alþingi er þá ekki bara tímabært að loka því??? nei ég segi svona - efast ekki um að það sé margt annað þarfara sem hægt er að tala um.
Afhverju þarf að kynleysa allt??? Má ekki halda í einhverjar hefðir eða????
Næst verður örugglega farið að tala um tvíkynjafólk - það er allir eigi að vera tvíkynja til að mismuna engum!!!! nei ég segi svona...Það hljóta flestir að sjá að þetta er komið í rugl.
vissulega er þörf fyrir jafnrétti en common öllu má ofgera.
Ekki meira blátt og bleikt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.11.2007 | 13:23
Er þetta bara ég sem er að rugla eða hvað??????
nú er ég ekki svo viss með málfærði mbl - fréttamanna varðandi ákveðið orð hjá þeim í þessari frétt en það hljómar mjög illa í mínum eyrum og fæ bara sting að sjá þetta skrifað svona en á maður ekki að segja " þeir flúðu af vettvangi"??? eða er rétt að segja " þeir flýðu af vettvangi"?
mér finnst þetta seinna alls ekki vera rétt en kannski er ég bara farin að kalka og þá er gott ef þið gætuð sagt mér það....nú eða bara að ég sé alls ekki farin að kalka...hehehe
Pítsustaðarræningjar ófundnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.11.2007 | 13:19
Já en..........
ég sem ætlaði að fara fjárfesta í einni slíkri þar sem ég er að fara út eftir ca viku...
jæja jæja ég kaupi hana þá bara úti...verður bara að hafa það....
en jamm Íslendingar eru bara snillingar...geta alltaf slegið einhver met svo þetta kemur mér ekki svo mikið á óvart. Ef fólk er að fara í svona mikla versunarferðir akkuru kaupir það þá bara ekki töskurnar úti líka þar sem verðið er hagstæðara þar en hér heima??? Bara hugmynd
Stórar töskur víða uppseldar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2007 | 13:15
Palli er bara snillingur
ég var ein af þeim fyrstu sem keypti þennan disk. Er búin að bíða svo lengi eftir þessum disk. Og vá hvað biðin var þess virði.. Þessi diskur er ÆÐI...fannst hann reyndar við fyrstu heyrn svoldið væminn en svo þegar ég hlusta oftar á hann þá finn ég hvað hann er frábær. Segi bara you go Palli. Til hamingju Palli með þennan disk - hann gefur hinum eldri sko ekkert eftir.
góðar stundir
Gera Íslendingar allt fyrir ástina? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.11.2007 | 19:59
Hesteyrarkirkja
Ég var að horfa á Kompás frá því í gær og sá ég að það var verið að fjalla um staðinn þar sem Afi minn er fæddur og uppalinn á. En það var á Hesteyri í Jökulfjörðum ( í Ísafjarðardjúpi). Þar stóð eitt sinn ein fallegasta kirkja sem fyrir finnst á Íslandi. En byggð lagðist af fyrir um 60árum síðan. Einhverjum 10 árum seinna eða fyrir um 50 árum síðan ákváð Þjóðkrikja Íslands að "stela" kirkjunni það er að segja þeir ákváðu að gefa leyfi fyrir því að rífa hana niður og flytja hana með bát yfir til Súðavíkur.
Ekki höfðu þeir neitt samráð við nokkrun mann sem hafði búið á Hesteyri. En þessi kirkja var að mestu gjöf til Hesteyringa frá Norðmönnum en þeir ráku hvalveiðistöð í botni fjarðarins sem er að einhverju leiti ennþá þarna það er að segja leifar af henni.
Að mínu skapi er nákvæmlega EKKERT sem réttlætir þessi vinnubrögð Þjóðkirkjunnar. En þeir eru að brjóta allavega eitt boðorð eða það 9.unda. "þú skalt ekki grinast hús náungans" og einnig annað boðorð " þú skalt ekki stela".
Og hvað gerir þjóðkirkjan eftir að Hesteyringar höfðu lagt fram undirskirftarlista og skammast í þeim - Nákvæmlega ekkert.
Það er eins og þeim finnist þetta bara allt í lagi.
OG eitt annað sem ég skil ekki, hvernig gátu og geta Súðvíkingar gengið sáttir til messu í krikju sem þeir vita að er og hefur ALDREI verið þeirra og er STOLIN!!!!
Þetta er eitthvað sem ég gæti ekki gert. Ég tel mig ekki vera mjög trúaða en hef samt einhverja trú en svona vinnubrögð verða til þess að ég hef ekki mikla trú lengur. Ég get bara ekki séð að ef Guð er til að hann sé sáttur við þessi vinnubrögð þar sem þetta brýtur orð hans.
En núna 50árum seinna hefur einn Hesteyringurinn hann Birgir Albertsson frændi minn fengið einhverja einkaaðila til að safna peningum ( nokkrum milljónum) til að láta byggja kapellu á gamla grafreitnum þar sem kirkjan stóð en hafði samband við Þjóðkrikjuna og var að vonast til að hún gæti lokið þessu hitamáli á farsælan hátt og gefið peninga til þessarar kapellu svo Hesteyringar og afkomendur þeirra gætu verið sáttari við vinnubrögð þeirra. En ekkert hefur hreyst frá þeim um hvað þeir hyggjast gera. Og hvet ég Biskup vorann eindregið til að veita okkur styrk til að byggja þessa kapellu í miskabætur fyrir þeim harmleik sem þeir hafa valdið okkur og þá sérstaklega Hesteyringum svona meðan þeir hafa heilsu til að fara til Hesteyrar og allavega meðan að þeir eru á lífi.
Læt fylgja með mynskeiðið af kompási svo þið getið séð fréttina.
En ég hef farið nokkrum sinnum til Hesteyrar og það síðast í sumar og hyggst ég reyna að fara eins oft og mér gefst kostur á að fara þanngað með fjölskyldu minni því það er varla til fegurri staður en Hesteyrin.
http://visir.is/article/20071114/FRETTIR04/71114009
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.10.2007 | 21:52
Spruningarleikur Kalla Tomm
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 658
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar