Ný ríkisstjórn!!!

Tja það lítur allt út fyrir að næsta ríkisstjórn sé að verða til.  En eitthvað finnst mér við vera komin í heilan hring. Er þetta ekki það sama og var hér við ríki í kringum 1990-1995 eitthvað svoleiðis??? Ég er allavega búin að vera sönglandi " þú snýrð mér hring, hring, hring eftir hring eins og geisladiskur hring, hring."  Finnst eins og þetta sé svona back to fortíð!!!

Vona bara að þetta verði okkur alþýðunni í hag. Það er að það verði stopp allavega pása á stóriðju, að við förum ekki í ESB nema þá að það verði lýðræðiskosingar um það og að meirihlutinn sé sammála því, og að eitthvað verði ærlega tekið til í heilbrigðismálum.

Skil ekki afhverju enginn flokkur tók það að sér að ætla að hækka laun hjá þeim sem vinna í heilbrigðisgeiranum því það eru sko EKKI mannsæmandi laun sem fólkið fær þar, bara talað um að fjölga hjúkrunarplássum og þessháttar en ekkert spáð í því hver eigi að vinna vinnuna þar!!!! Ekki vil ég lenda í því að fara á spítala og þurfa að tala ensku eða jafnvel eitthvað annað tungumál en þá Íslensku í heimalandi mínu!!! 

Og vona ég líka að spítalinn verði EKKI einkarekinn því þá er ekki jöfn þjónusta fyrir alla sem er ekki sanngjart!!!!

Vona svo sannarlega að þetta verði okkur í hag.

Lifið heil.


mbl.is Segjast komin nær stjórnarmyndun og að góður andi sé í viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmál

Margt hefur gerst hér á klakanum undan farna daga í tengslum við pólitíkina. Íslendingar gengur að kjörklefum fyrir viku síðan ( á morgun) og voru þau skilaboð frá þjóðinni að þau vildu ekki stjórnina sem var.

Og það hefur nú komið í ljós að sú stjórn er fallin. Í fyrstu var ég mjög sátt með það. En ég veit ekki alveg hvernig þetta mun verða ef Samfylkingin fer í stjórn með Sjálfstæðismönnum. Eru þau nógu agressíf á að standa við sín kosningaloforð??? Munu þau ekki bara lúffa fyrir bláa - valdinu svona eins og Framsókn gerði núna síðustu ár.

Ef ég man rétt þá var Framsókn einhvern tíman tittlaður sem vinstri flokkur og síðan jafnaðarflokkur en er núna meira hægri flokkur. Og ef ég man líka rétt þá var Samfylkingin stofnuð sem jafnaðarflokkur og átti að verða andstæðan við Sjálfstæðisflokkinn en ekki vill hún ISG kannast við það þessa dagana enda gerir hún hvað sem er til að komast í stjórn og selur sig lágt.

En það er kannski ekki skrítið að hún geri það þar sem að það er bannað að selja sig á hagnað þriðja aðila og þess vegna sitja VG með sárt ennið og Framsókn reyndar líka.  Ég held að ef stjórn S og D verði að veruleika þá verður hér álver útum allt, þeir einir sem ríkir eru fái aðgang að sjúkrahúsi eða læknisaðstoð vegna þess að þetta verður allt saman einkavætt.

Ég man líka ekki betur en að ISG hafi sagt þegar hún var borgarstjóri að hún færi ekki á þing!!! hvernig er hægt að treysta þessari manneskju lengur??? Allavega geri ég það ekki.

Vona bara að næsta stjórn verði S - VG og D held satt best að segja að það verði besta lausnin eða VG og D.

En hvort það verði kemur svo bara í ljós.


« Fyrri síða

Helgan

Helga Sveinsdóttir
Helga Sveinsdóttir

Ég er bara ég. Ég er orginal.

Nýjustu myndir

  • ...acttpt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband