Ný ríkisstjórn!!!

Tja það lítur allt út fyrir að næsta ríkisstjórn sé að verða til.  En eitthvað finnst mér við vera komin í heilan hring. Er þetta ekki það sama og var hér við ríki í kringum 1990-1995 eitthvað svoleiðis??? Ég er allavega búin að vera sönglandi " þú snýrð mér hring, hring, hring eftir hring eins og geisladiskur hring, hring."  Finnst eins og þetta sé svona back to fortíð!!!

Vona bara að þetta verði okkur alþýðunni í hag. Það er að það verði stopp allavega pása á stóriðju, að við förum ekki í ESB nema þá að það verði lýðræðiskosingar um það og að meirihlutinn sé sammála því, og að eitthvað verði ærlega tekið til í heilbrigðismálum.

Skil ekki afhverju enginn flokkur tók það að sér að ætla að hækka laun hjá þeim sem vinna í heilbrigðisgeiranum því það eru sko EKKI mannsæmandi laun sem fólkið fær þar, bara talað um að fjölga hjúkrunarplássum og þessháttar en ekkert spáð í því hver eigi að vinna vinnuna þar!!!! Ekki vil ég lenda í því að fara á spítala og þurfa að tala ensku eða jafnvel eitthvað annað tungumál en þá Íslensku í heimalandi mínu!!! 

Og vona ég líka að spítalinn verði EKKI einkarekinn því þá er ekki jöfn þjónusta fyrir alla sem er ekki sanngjart!!!!

Vona svo sannarlega að þetta verði okkur í hag.

Lifið heil.


mbl.is Segjast komin nær stjórnarmyndun og að góður andi sé í viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Freyr Hansson

Helga þú hefur greinilega ekki fylgst með því hvað Samfylkingin sagði um laun þess fólks sem vinnur í heilbrigðisgeiranum. þar er ætlunin að gera það ssama og var gert hjá Rreykjavíkurborg þegar R-listinn var við stjórn.

Guðmundur Freyr Hansson, 18.5.2007 kl. 21:01

2 Smámynd: Guðmundur Freyr Hansson

Þú manst það kanski ekki að þú varst þá Krati en ég Alþýðubandalagsmaður.

Guðmundur Freyr Hansson, 18.5.2007 kl. 23:38

3 identicon

ég veit að sumir flokkar ætluðu að hækka launin hjá þeim lægst launuðu en það er bara ekki nóg fyrir þessa stétt og finnst mér miður að það sé ekki hugsað nóg um hana. Því án hennar geta sumir og flest allir ekki lifað. Og tala ég þá sterklega um sjálfa mig!!!!

Samfylkinguna mun ég ekki kjósa meðan formaðurinn sem nú er situr við völd. Þá má segja að ég sé langrækin en só bee it!!!  En vona ég að þessi flokkur falli ekki alveg fyrir bláa valdinu því ef það gerist þá getum við hin pakkað saman og flutt eitthvað annað.

engin hætta á að ég muni falla í þessa grifju.

En strákar mínir elskið friðinn og strjúkið kviðinn.

Helga Sveins (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Helgan

Helga Sveinsdóttir
Helga Sveinsdóttir

Ég er bara ég. Ég er orginal.

Nýjustu myndir

  • ...acttpt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 541

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband