Stjórnmál

Margt hefur gerst hér á klakanum undan farna daga í tengslum við pólitíkina. Íslendingar gengur að kjörklefum fyrir viku síðan ( á morgun) og voru þau skilaboð frá þjóðinni að þau vildu ekki stjórnina sem var.

Og það hefur nú komið í ljós að sú stjórn er fallin. Í fyrstu var ég mjög sátt með það. En ég veit ekki alveg hvernig þetta mun verða ef Samfylkingin fer í stjórn með Sjálfstæðismönnum. Eru þau nógu agressíf á að standa við sín kosningaloforð??? Munu þau ekki bara lúffa fyrir bláa - valdinu svona eins og Framsókn gerði núna síðustu ár.

Ef ég man rétt þá var Framsókn einhvern tíman tittlaður sem vinstri flokkur og síðan jafnaðarflokkur en er núna meira hægri flokkur. Og ef ég man líka rétt þá var Samfylkingin stofnuð sem jafnaðarflokkur og átti að verða andstæðan við Sjálfstæðisflokkinn en ekki vill hún ISG kannast við það þessa dagana enda gerir hún hvað sem er til að komast í stjórn og selur sig lágt.

En það er kannski ekki skrítið að hún geri það þar sem að það er bannað að selja sig á hagnað þriðja aðila og þess vegna sitja VG með sárt ennið og Framsókn reyndar líka.  Ég held að ef stjórn S og D verði að veruleika þá verður hér álver útum allt, þeir einir sem ríkir eru fái aðgang að sjúkrahúsi eða læknisaðstoð vegna þess að þetta verður allt saman einkavætt.

Ég man líka ekki betur en að ISG hafi sagt þegar hún var borgarstjóri að hún færi ekki á þing!!! hvernig er hægt að treysta þessari manneskju lengur??? Allavega geri ég það ekki.

Vona bara að næsta stjórn verði S - VG og D held satt best að segja að það verði besta lausnin eða VG og D.

En hvort það verði kemur svo bara í ljós.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Freyr Hansson

Þetta segir litla pabbastelpan

Guðmundur Freyr Hansson, 18.5.2007 kl. 21:05

2 identicon

Gummi minn þú mátt alveg segja að ég sé pabba stelpa sem ég reyndar er en hann hefur ENGIN áhrif á það hvað mér finnst og er ég sko ekki alltaf sammála GAMLA. finnst hann stundum aðeins of öfgafullur.

Getur verið að þetta sé það sama og honum finnst en þá erum við bara sammála í þetta sinn.

Og ég er ekki rosalega stolt af formanninum sem ég kaus en maður er ekki alltaf sammála öllu og öllum.

Ég er nú líka oft sammála því sem þú segir er ég þá ekki Gumma besta frænda stelpa líka????????? hahahahhahaha þú ert bestur

Helga Sveins (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Helgan

Helga Sveinsdóttir
Helga Sveinsdóttir

Ég er bara ég. Ég er orginal.

Nýjustu myndir

  • ...acttpt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband