Þetta get ég ekki skilið...

Hvernig er það, þegar maður hefur verið dæmdur í 16ára fangelsi fyrir morð af ásetturáði getur maður þá komist hjá því að vera geymdur bakvið lás og slá???

Þetta finnst mér ekki vera rétt. En réttarkerfið okkar er svosem ekki rétt heldur.

En ég get ekki sagt að mér finnist ég vera örugg þegar ég heyri svona fréttir. Það er ekkert sem réttlætir svona mistök hjá lögreglunni.

En þar sem verið var að segja í útvarpinu að hann væri fundinn þá ætti hann auðvitað að afplána sinn dóm og aðeins meira en það fyrir að hafa strokið og einnig þann tíma sem hann var fyrir utan veggja fangelsisins.

Mér finnst heldur ekki rétt í svona málum og kynferðisafbrotamálum að leifa fólki að sleppa með minni dóm vegna góðrar hegðunar - því það er jú ekkert mál að sína góða hegðun bakvið lás og slá. Dómur er dómur og hann skal afplána.


mbl.is Strokufangi fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hin Hliðin

Vildi bara benda þér á það að það eru fangelsismálayfirvöld sem bera ábyrgð á þessu, ekki lögreglan.  Lögreglan aftur á móti þarf að taka til eftir fangelsismálayfirvöld með því að leita af liðinu sem strýkur frá þeim.

Að öðru leiti er ég sammála þér.

Hin Hliðin, 13.9.2007 kl. 08:27

2 identicon

fólk þarf bara að taka út 2/3 af dómnum ef það er ekki síbrotamenn

Björk (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 08:33

3 identicon

Ehh... Ef menn eiga möguleika á reynslulausn vegna góðrar hegðunar, tilrauna til að bæta sjálfa sig o.s.frv. þá hlýtur það að vera af hinu góða ekki satt? Þetta á að virka til hvatningar. Eins og er þá virkar þetta í öllum málum, ef þið viljið breyta því þá er það sjónarmið í sjálfu sér en ég sé ekki afhverju þetta ætti að eiga síður við í alvarlegum málum en öðrum.

Ef maðurinn hefur ekki betrast þá á hann ekki að fá reynslulausn, ef hann hefur betrast þá á hann að fá hana. Punktur.

"Dómur er dómur og hann skal afplána"? Plea - hease, ekki einu sinni í Ameríku líta þeir svona svarthvítt á málið.

Við erum reyndar ekki að tala um reynslulausn hérna í rauninni en það er kannski aukaatriði.

Páll Jónsson (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 09:07

4 identicon

jújú það ætti að veita mönnum reynslulausn en mér finnst það samt sem áður ekki rétt ef um síbrotamann, kynferðisafbrotamann eða þann sem fremur morð af ásettu ráði. Það er bara allt annað mál.

Og ég einhvern veginn efast um að þessi maður hafi fengið reynslulausn.

Helgzin (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 10:58

5 identicon

Og Páll ef þú hefðir lesið allt þá hefðir þú séð að ég var að tala um menn í svona málum og kynferðismálum - ekki alveg svona svart og hvítt eins og þú talar um.

Helgzin (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 11:00

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

2/3 af 16 eru ekki búin, eftir 9 ár, nema stærðfræðin sé gersamlega að klikka hjá mér.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.9.2007 kl. 11:25

7 identicon

reiknaðu betur, sat inni síðan 1997 og í gæsluvarðhaldi fyrir það. Hann var ekki á reynslulausn heldur inni á Vernd sem telst sem hluti af afplánuninni.

Þú getur slakað á, og endurheimt "öryggistilfinninguna þína"  Helga þar sem að Siggi gaf sig fram við lögreglu í gær.

Agla (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 14:06

8 identicon

ég veit það agla ég skrifaði það hér að ofan líka. enda var ég ekkert að æsa mig bara benda á þessi mistök!!

Helgzin (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Helgan

Helga Sveinsdóttir
Helga Sveinsdóttir

Ég er bara ég. Ég er orginal.

Nýjustu myndir

  • ...acttpt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband