Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Loksins

Mér lýst vel á Öryrkjabandalagið undir stjórn Sigusteins Mássonar.

Vona bara að ákveðnir alþingisflokkar standi við loforðin sem þeir lofuðu í vor. enda eru þessar blessuðu bætur ekki neitt til að hrópa húrra yfir.

Finnst bara að alþingismenn eigi að hætta að dásama heilbrigðiskerfið okkar því það er margt þar sem er ábótavant eins og hvernig komið er fyrir öryrkjum og margt annað.

Flestir sem lenda í því að þufa að fá þessar bætur eru ekki að gera það að gamni sínu þó svo að vissulega séu skemmd epli inni á milli en það er allstaðar en það á samt ekki að bitna á þeim sem virkilega þurfa á þessu að halda.

 


mbl.is Öryrkjar, lágtekjufólk og aldraðir fái að njóta skattalækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The smælí man

já ég hélt að þessi litli kall :-) væri eldri en 25 ára.

Svona er maður ruglaður stundum. en þessi kall er ansi vingjarnlegur og nota ég hann ansi mikið. Kannski einum of mikið.

Maðurinn minn gæti allt eins sagt að ég væri að halda framhjá sér með honum hehehe ef hann væri svo klikk en það er hann ekki.

En það er bara svo að þessi kall getur stundum breytt algjörlega deginum fyrir manni. Ef maður hefur átt slæman dag og fær svo email og einn svona kall er þar þá er ekki laust við að maður sé farinn að brosa.

Segi bara til hamingju allir með smiley kallinn Wizard


mbl.is Broskallinn er 25 ára í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

anda inn - anda út

já sumir ættu að anda aðeins og telja uppá 10 áður en það ákveður að gera eitthvað.

Þessi vesalings kona ætti að fá hjálp við að hemja reiði sína.

Það vita flestir að það kostar að koma með bíl í endurskoðun - annað væri ósanngjart. En ein leið til að koma í veg fyrir að fá endurskoðun er að fara með bílinn á verkstæði áður og láta laga það sem þarf að laga og fá svo skoðun - en jú það kostar líka pening að fara með bíl á verkstæði.

En konan ætti að fá sekt fyrir þetta og þá kannski í formi reiðisnámskeiðs og borga skaðann sem hún olli.

vona að greyið konan hugsi sig betur um næst.


mbl.is Reiddist rukkun fyrir endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta get ég ekki skilið...

Hvernig er það, þegar maður hefur verið dæmdur í 16ára fangelsi fyrir morð af ásetturáði getur maður þá komist hjá því að vera geymdur bakvið lás og slá???

Þetta finnst mér ekki vera rétt. En réttarkerfið okkar er svosem ekki rétt heldur.

En ég get ekki sagt að mér finnist ég vera örugg þegar ég heyri svona fréttir. Það er ekkert sem réttlætir svona mistök hjá lögreglunni.

En þar sem verið var að segja í útvarpinu að hann væri fundinn þá ætti hann auðvitað að afplána sinn dóm og aðeins meira en það fyrir að hafa strokið og einnig þann tíma sem hann var fyrir utan veggja fangelsisins.

Mér finnst heldur ekki rétt í svona málum og kynferðisafbrotamálum að leifa fólki að sleppa með minni dóm vegna góðrar hegðunar - því það er jú ekkert mál að sína góða hegðun bakvið lás og slá. Dómur er dómur og hann skal afplána.


mbl.is Strokufangi fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Best að passa sig!!!

Já þið sem eruð með sílikon eða aðrar fyllingar í ykkar brjóstum að þá er eins gott að passa sig á býflugunum - þær geta stungið gat og þá er brjóstið farið...ekki gaman að því.

En þetta staðfesti það enn og aftur fyrir mér afhverju ég fæ mér EKKI sílkon brjóst!!! eða aðra fyllingu í mín náttúrulegu brjóst

 


mbl.is Býfluga gerði gat á fyllingu í brjósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það kom að okkur LOKSINS!!!

jæja loksins kom að okkur að vinna.

Fannst við alveg eiga það skilið að vinna.

Vorum samt MJÖG heppin að írarnir skoruðu ekki fleiri mörk og að þeir skoruðu eitt stykki sjálfsmark!!!! En reyndar var Eiður Smári rétt hjá og var að pressa mikið.

Gaman samt að þessu

til hamingju ÍslandWhistling


mbl.is Ísland sigraði Norður-Írland 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er öll vitleysan eins

Já sumir gefast ekki upp no matter what.

Segi bara nú fór RÚV endanlega með það!!!

Ég sem var farin að fíla þessa stöð en neibb þetta varð til þess að ég missti allan áhuga á að reyna að gefa þeim "one more change" eða að gefa þeim einn séns í viðbót.

 


mbl.is Andrea Róberts snýr aftur á skjáinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æj æj

Ætli það sé verið að segja Síma-mönnum eitthvað!!!!

Þetta er bara vandræðalegt fyrir þá og þeim hefnist fyrir að ætla sér að "breyta" sögunni.

Ætli Síminn og Vodafone eigi eftir að verða eitt og sama fyrirtækið??

nei ég efast um það.

En Símamenn verða að passa svona í næstu auglýsingum sínum.


mbl.is Merki Vodafone sást í Símaauglýsingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver vissi þetta ekki???

Það er ekki eins og þetta séu nýjar fréttir!!!!

en hvað er samt málið með íslenska fjölmiðla að þurfa alltaf að íslenska öll nöfn??? Það er óþolandi. og ætti að vera á þessum lista því þetta er svo ofmetið hjá þeim


mbl.is Beckhamhjónin eru „ofmetnasta fólk í heimi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta eitthvað nýtt þessa dagana???

Held að þetta sé eini ljósi punkturinn við að vera veik heima - ekki misskilja mig ég nenni ekki að vera lasin mikið lengur ( þó það sé bara liðinn sólarhringur) en ég verð þá ekki rennandiblaut á meðan.

En hvað ætli skvísur þessa lands geri þá???

 


mbl.is Veðurstofan varar við mikilli úrkomu á sunnanverðu landinu á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgan

Helga Sveinsdóttir
Helga Sveinsdóttir

Ég er bara ég. Ég er orginal.

Nýjustu myndir

  • ...acttpt

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband